Monday, December 14, 2009

Allt uppselt

Nú eru allar sýningar uppseldar á Hnykil en hægt er að komast á biðlista ef að hringt er Bókasafn Seltjarnarness eða 8650170.

Tuesday, December 8, 2009

Örfáir miðar eftir

Nú er allt að seljast upp og ekki seinna vænna en að tryggja sér miða hið fyrsta. Uppselt er á allar sýningar nema eina!

Tryggið ykkur miða NÚNA í síma 5959170 á Bókasafni Seltjarnarness.

Sunday, November 1, 2009

Hnykill Leikverk














Hnykill er heiti á nýju verki í leikstjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur og hefur undirbúningur staðið yfir síðustu mánuði. Hér er um að ræða kraftmikla og skemmtilega sýningu sem leiðir áhorfandann í ferðalag um mismunandi skynjanir heilans og óravíddir undirmeðvitundar. Sýningin er sýnd í gömlu og hráu vöruhúsnæði úti á Gróttu að Bygggörðum 5. Húsnæðið hefur hópurinn valið að kalla „Norðurpólinn“. Frumsýning var 6.nóvember s.l.

Í þessari sýningu leiða ýmsir listamenn saman hesta sína undir stjórn Margrétar Vilhjálmsdóttur sem er listrænn stjórnandi ásamt Katrínu Þorvaldsdóttur og Ríkeyju Kristjánsdóttur. Fjöldi leikara, tónlistar -og myndlistarfólks koma að verkinu. Áhorfandinn leggur af stað í lítið ferðalag þar sem hann hittir fyrir persónur sem segja honum ótrúlegar sögur um söknuð, ástarsorg, eftirsjá og gleði. Sýningin kemur víða við og tengir okkur við ólíkar skynjanir heilans og leyndardóma hans, ævintýri undirmeðvitundarinnar þar sem munur á draum og veruleika er ekki alltaf skýr.

Leikstjóri Hnykils er, eins og áður sagði, Margrét Vilhjálmsdóttir. Margrét hefur tekið mjög virkan þátt í sýningum með líku sniði á síðustu árum. Í vor leikstýrði hún sýningunni „Orbis Terræ-ORA“ í Þjóðmenningarhúsinu og árið 2007 setti hún upp, ásamt Vatnadansmeyjafélaginu Hrafnhildi, sýninguna „Gyðjan í Vélinni“ í varðskipinu Óðni við mjög góðar viðtökur og var sú sýning tilnefnd til Grímunnar sama ár. Þar voru einnig Katrín og Ríkey.